Bjarni var aldrei rannsakaður Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 16:10 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var aldrei til rannsóknar hjá lögreglu vegna veru sinnar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu. Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu.
Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50
Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels