Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Snorri Másson skrifar 22. júní 2021 16:46 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. Þar segir: „Rafskútuleigur gætu mögulega aukið öryggi notenda sinna með því að loka á þjónustu sína á föstudags- og laugardagskvöldum, ef reynslan bendir til að notendur séu að leigja rafskútur undir áhrifum áfengis.“ Enda þótt reynslan bendi sannarlega til þess arna, að notendur séu að leigja rafskúturnar undir áhrifum, telur framkvæmdastjórinn helgarbann ekki leiðina út úr þeim vanda. „Ég held að fólk þurfi fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér og ekki setjast upp á stýri þegar það er haugölvað. Það er auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri. Illframkvæmanlegt bann Það er ekki svo að fyrir liggi að bann á Hoppi um helgar sé vilji borgaryfirvalda, heldur var þessi möguleiki aðeins reifaður í nokkuð umfangsmikilli skýrslu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þó lýst yfir ánægju með hugmyndina, enda minnki hún líkurnar á ölvunarakstri. Sæunn segir Hopp orðinn það mikilvægan ferðamáta að það gangi illa upp að ætla að banna hann um helgar aðeins af því að fólk geti ekki passað sig. „Jafnvel þótt leigurnar yrðu bannaðar, hvað á þá að gera við allar einkaskúturnar? Og reiðhjól? Þetta er alveg galið og óframkvæmanlegt,“ segir Sæunn. Í skilmálum Hopp kemur fram að ekki sé leyfilegt að aka skútunum undir áhrifum og Sæunn segir að hver og einn verði að meta sitt ástand áður en farið er um borð. Sæunn kveðst ekki vilja draga úr alvarleika þeirra slysa sem hafa orðið, heldur taki fyrirtækið þeim mjög alvarlega. Tölfræðin sýni þó að af 5.000 innkomum á bráðamóttökuna í fyrra hafi 149 tilvik tengst rafskútum. Hún kallar þá eftir því að samanburður sé gefinn út á þeim slysum við aðrar gerðir slysa. Jáok, og nú a að banna rafskútur um helgar. Lol. Alvarleg slys á rafskútum, árlega: 0.Alvarleg slys á bílum, árlega: 170-300 (þar af 10-30 banaslys og 70 til viðbótar deyja vegna loftmengunar af völdum bíla Á HVERJU ÁRI). Gerum allt annað en bíla tortryggilegt. Bravó. 👏 https://t.co/8y3KWwSvFa— Björn Teitsson (@bjornteits) June 22, 2021 Gáleysi almennt á nóttinni Í umræddri skýrslu, sem VSÓ og Vegagerðin komu að, er fjallað um að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum. Verið er að vinna að rannsókn á rafskútuslysum í Svíþjóð en fyrstu niðurstöður benda til að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum, og á laugardagskvöldum verða einnig alvarlegustu slysin. Þá hafa þrjú af fjórum banaslysum, sem vitað er um að hafi orðið á rafskútum sem eru leigðar af hjólaleigum í Bandaríkjunum, orðið milli kl. 1 og 5 að nóttu. Það má því áætla að meira gáleysi sé almennt meðal notenda rafskúta á kvöldin og um nætur og líklegt er að neysla áfengis og vímuefna sé einnig meiri á þeim tíma. Þá má einnig áætla að léleg birtuskilyrði og myrkur auki slysahættu. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglan Næturlíf Tengdar fréttir Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43 Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Þar segir: „Rafskútuleigur gætu mögulega aukið öryggi notenda sinna með því að loka á þjónustu sína á föstudags- og laugardagskvöldum, ef reynslan bendir til að notendur séu að leigja rafskútur undir áhrifum áfengis.“ Enda þótt reynslan bendi sannarlega til þess arna, að notendur séu að leigja rafskúturnar undir áhrifum, telur framkvæmdastjórinn helgarbann ekki leiðina út úr þeim vanda. „Ég held að fólk þurfi fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér og ekki setjast upp á stýri þegar það er haugölvað. Það er auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri. Illframkvæmanlegt bann Það er ekki svo að fyrir liggi að bann á Hoppi um helgar sé vilji borgaryfirvalda, heldur var þessi möguleiki aðeins reifaður í nokkuð umfangsmikilli skýrslu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þó lýst yfir ánægju með hugmyndina, enda minnki hún líkurnar á ölvunarakstri. Sæunn segir Hopp orðinn það mikilvægan ferðamáta að það gangi illa upp að ætla að banna hann um helgar aðeins af því að fólk geti ekki passað sig. „Jafnvel þótt leigurnar yrðu bannaðar, hvað á þá að gera við allar einkaskúturnar? Og reiðhjól? Þetta er alveg galið og óframkvæmanlegt,“ segir Sæunn. Í skilmálum Hopp kemur fram að ekki sé leyfilegt að aka skútunum undir áhrifum og Sæunn segir að hver og einn verði að meta sitt ástand áður en farið er um borð. Sæunn kveðst ekki vilja draga úr alvarleika þeirra slysa sem hafa orðið, heldur taki fyrirtækið þeim mjög alvarlega. Tölfræðin sýni þó að af 5.000 innkomum á bráðamóttökuna í fyrra hafi 149 tilvik tengst rafskútum. Hún kallar þá eftir því að samanburður sé gefinn út á þeim slysum við aðrar gerðir slysa. Jáok, og nú a að banna rafskútur um helgar. Lol. Alvarleg slys á rafskútum, árlega: 0.Alvarleg slys á bílum, árlega: 170-300 (þar af 10-30 banaslys og 70 til viðbótar deyja vegna loftmengunar af völdum bíla Á HVERJU ÁRI). Gerum allt annað en bíla tortryggilegt. Bravó. 👏 https://t.co/8y3KWwSvFa— Björn Teitsson (@bjornteits) June 22, 2021 Gáleysi almennt á nóttinni Í umræddri skýrslu, sem VSÓ og Vegagerðin komu að, er fjallað um að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum. Verið er að vinna að rannsókn á rafskútuslysum í Svíþjóð en fyrstu niðurstöður benda til að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum, og á laugardagskvöldum verða einnig alvarlegustu slysin. Þá hafa þrjú af fjórum banaslysum, sem vitað er um að hafi orðið á rafskútum sem eru leigðar af hjólaleigum í Bandaríkjunum, orðið milli kl. 1 og 5 að nóttu. Það má því áætla að meira gáleysi sé almennt meðal notenda rafskúta á kvöldin og um nætur og líklegt er að neysla áfengis og vímuefna sé einnig meiri á þeim tíma. Þá má einnig áætla að léleg birtuskilyrði og myrkur auki slysahættu.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglan Næturlíf Tengdar fréttir Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43 Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01
Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43
Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01