Mount og Chilwell þurfa að fara í sóttkví og gætu misst af tveimur leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 10:45 Mason Mount í baráttu við Billy Gilmour, samherja sinn hjá Chelsea, sem greindist með kórónuveiruna. getty/Shaun Botterill Mason Mount og Ben Chilwell þurfa að fara í sóttkví og missa því af leik Englands og Tékklands í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í kvöld. Þeir gætu einnig misst af leik Englands í sextán liða úrslitum keppninnar. Mount og Chilwell áttu í samskiptum við Billy Gilmour, samherja sinn hjá Chelsea, eftir leik Englands og Skotlands á föstudaginn. Í gær var greint frá því Gilmour hefði greinst með kórónuveiruna. Mount og Chilwell þurfa að fara í sóttkví fram á mánudag, 28. júní. Hins vegar þurfa engir Skotar að fara í sóttkví og Steve Clarke getur því valið úr öllum sínum mönnum nema Gilmour fyrir leikinn gegn Króatíu í kvöld á meðan Gareth Southgate verður án Mounts og Chilwells gegn Tékklandi. Ef England vinnur ekki D-riðilinn missa tvímenningarnir einnig af leik enska liðsins í sextán liða úrslitum. Vinni England riðilinn leikur liðið þriðjudaginn 29. júní, annars daginn áður. Mount hefur verið í byrjunarliðinu í báðum leikjum Englands á EM til þessa en Chilwell hefur ekkert komið við sögu. Leikur Englands og Tékklands hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport EM. Upphitun fyrir þann leik og leik Króatíu og Skotlands hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport EM. Klukkan 21:00 verður svo farið yfir leikina í EM í dag í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Guðmundar Benediktssonar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Mount og Chilwell áttu í samskiptum við Billy Gilmour, samherja sinn hjá Chelsea, eftir leik Englands og Skotlands á föstudaginn. Í gær var greint frá því Gilmour hefði greinst með kórónuveiruna. Mount og Chilwell þurfa að fara í sóttkví fram á mánudag, 28. júní. Hins vegar þurfa engir Skotar að fara í sóttkví og Steve Clarke getur því valið úr öllum sínum mönnum nema Gilmour fyrir leikinn gegn Króatíu í kvöld á meðan Gareth Southgate verður án Mounts og Chilwells gegn Tékklandi. Ef England vinnur ekki D-riðilinn missa tvímenningarnir einnig af leik enska liðsins í sextán liða úrslitum. Vinni England riðilinn leikur liðið þriðjudaginn 29. júní, annars daginn áður. Mount hefur verið í byrjunarliðinu í báðum leikjum Englands á EM til þessa en Chilwell hefur ekkert komið við sögu. Leikur Englands og Tékklands hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport EM. Upphitun fyrir þann leik og leik Króatíu og Skotlands hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport EM. Klukkan 21:00 verður svo farið yfir leikina í EM í dag í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Guðmundar Benediktssonar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira