Faxaflóahafnir búast við 92 skemmtiferðaskipum Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 20:05 Ólíklegt er að staða svipuð þessari verði við Faxaflóahafnir í sumar. VÍSIR Samkvæmt nýjustu áætlunum Faxaflóahafna er von á 92 skemmtiferðaskipum með 60 þúsund farþega um borð, það sem eftir lifir ári. Í byrjun árs voru 198 skemmtiferðaskipakomur til Faxaflóahafna með um 217 þúsund farþega. Skipakomur byggja enn á væntingum farþegaskipanna og getur enn margt breyst fram að hausti. Til að mynda komu einungis sjö skemmtiferðaskip í fyrra þrátt fyrir mikinn fjölda bókanna. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu fimmtudaginn 24. júní, en það er Viking Sky sem kemur og hefur viðdvöl til 27. júní í höfuðborginni. Skipið getur tekið 930 farþega en í fyrstu ferðinni eru bókaðir í kring um 400 farþegar. Þegar líða tekur á sumarið, þá mun bókuðum farþegum fjölga í skipinu. Viking Sky siglir án farþega til landsins. Farþegarnir munu koma bólusettir til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll. Farþegum er skylt að fylgja eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi. Farið verður að öllu leiti eftir fyrirmælum frá Landlækni og Almannavörnum, engar undantekningar eru gerðar. Stærstu skipin eru ekki væntanleg til landsins Í júlí mánuði fer skipaumferð farþegaskipa að aukast jafnt og þétt, ef allt gengur eftir. Í ár verður mest um lítil og meðalstór skip. Hverfandi líkur er á því að stór skemmtiferðaskip komi til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs þá munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Bókunarstaða hjá Faxaflóahöfnum fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakomur og farþegafjölda ef allt gengur eftir. Á morgun þriðjudag, 22. júní, verður upplýsingafundur með hagsmunaaðilum sem koma að skemmtiferðaskipum hér á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Faxaflóahafna kl. 13:00. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld og rætt við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skipakomur byggja enn á væntingum farþegaskipanna og getur enn margt breyst fram að hausti. Til að mynda komu einungis sjö skemmtiferðaskip í fyrra þrátt fyrir mikinn fjölda bókanna. Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu fimmtudaginn 24. júní, en það er Viking Sky sem kemur og hefur viðdvöl til 27. júní í höfuðborginni. Skipið getur tekið 930 farþega en í fyrstu ferðinni eru bókaðir í kring um 400 farþegar. Þegar líða tekur á sumarið, þá mun bókuðum farþegum fjölga í skipinu. Viking Sky siglir án farþega til landsins. Farþegarnir munu koma bólusettir til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll. Farþegum er skylt að fylgja eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi. Farið verður að öllu leiti eftir fyrirmælum frá Landlækni og Almannavörnum, engar undantekningar eru gerðar. Stærstu skipin eru ekki væntanleg til landsins Í júlí mánuði fer skipaumferð farþegaskipa að aukast jafnt og þétt, ef allt gengur eftir. Í ár verður mest um lítil og meðalstór skip. Hverfandi líkur er á því að stór skemmtiferðaskip komi til landsins. Það eru enn bókaðar nokkrar þannig skipakomur, en byggt á reynslu fyrra árs þá munu stóru skipin að öllum líkindum afbóka eftir því sem nær dregur. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Bókunarstaða hjá Faxaflóahöfnum fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakomur og farþegafjölda ef allt gengur eftir. Á morgun þriðjudag, 22. júní, verður upplýsingafundur með hagsmunaaðilum sem koma að skemmtiferðaskipum hér á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Faxaflóahafna kl. 13:00. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld og rætt við Lúðvík Geirsson hafnarstjóra. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira