Hundruð fá bætur fyrir umferðarslys þrátt fyrir lítið sem ekkert fjártjón Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 19:15 Guðmundur Sigurðsson, prófessor í Háskólanum í Reykjavíkur, segir að staðan sé óeðlileg. visir/egill Á hverju ári eru ríflega fimm milljarðar króna greiddir út í bætur vegna minniháttar líkamstjóna af völdum ökutækja - þrátt fyrir að fólk hafi orðið fyrir litlu sem engu fjártjóni, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Tryggingar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur.
Tryggingar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira