Danir áfram eftir hátíð á Parken

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikil ástríða í Dönunum í kvöld.
Mikil ástríða í Dönunum í kvöld. Wolfgang Rattay/Getty

Danmörk er komið í sextán liða úrslit á Evrópumótinu 2020 eftir 4-1 sigur á Rússlandi á Parken í Kaupmanahöfn í kvöld.

Danirnir þurftu að vinna Rússa á heimavelli og treysta á það að Belgar myndu vinna Finna í Rússlandi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Danir komust yfir með draumamarki Mikkel Damsgaard á 38. mínútu.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik tvöfaldaði Yussuf Poulsen forystuna eftir hörmuleg mistök í varnarleik Rússa.

Rússarnir fengu vítaspyrnu á 70. mínútu og þar minnkaði Artem Dzyuba metin en Andreas Christensen kom Dönum aftur tveimur mörkum yfir á 79. mínútu með þrumufleyg.

Fjórða og síðasta mark Dana gerði Joakim Mæhle átta mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn en lokatölur 4-1.

Danir enda því í öðru sætinu, með betra markahlutfall en Rússland og Finnland, sem enda einnig með þrjú stig.

Belgarnir enda á toppnum með fullt hús stiga en Danir mæta Wales í Amsterdam á laugardag.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.