Fótbolti

Ísak keyptur til Esbjerg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak eftir undirskriftina.
Ísak eftir undirskriftina. mynd/esbjerg

Ísak Óli Ólafsson mun leika með Esbjerg á næstu leiktíð en danska B-deildarfélagið tilkynnti um komu Ísaks í dag.

Ísak skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið en hann kemur til félagsins frá SønderjyskE.

Ísak fékk ekki mörg tækifæri með aðalliði SønderjyskE og var þar af leiðandi lánaður til Keflavík í vor.

Nú hefur hann samið við Esbjerg og mun reyna hjálpa liðinu að komast upp í deild þeirra bestu.

Þar verður hann samherji Andra Rúnars Bjarnasonar sem leikur með liðinu en samningur Ísaks er til ársins 2024.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.