Fótbolti

Segir stöðuna hjá Barcelona verri en hann bjóst við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Laporta er byrjaður að taka til hendinni hjá Börsungum, á nýjan leik.
Laporta er byrjaður að taka til hendinni hjá Börsungum, á nýjan leik. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að félagið sé verr statt fjárhagslega en hann hafi búist við.

Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárhagsstöðu félagsins en Laporta tók við stjórnartaumunum á nýjan leik í haust.

Eftir fyrstu mánuðina í starfi segir hann að staðan sé ekki góð.

„Félagið er í verri stöðu en ég hafði búist við og ég hafði búist við því að þetta yrði flókið,“ sagði Laporte.

„Þegar ég segi að félagið er í verri stöðu en ég bjóst við er það vegna þess að nokkrir samningar hafa mikil áhrif.“

Þrátt fyrir að vera í þessum vandræðum eins og Laporte segir þá hefur félagið sankað að sér mönnum í glugganum.

Sergio Aguero, Eric Garcia, Emerson og Memphis Depay hafa samið við félagið nú þegar.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.