Toppslagur fyrir norðan og stórleikur í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 14:01 Munu Blikar komast aftur á sigurbraut í kvöld gegn lánlausum FH-ingum? Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag þar sem áhugaverðar viðureignir fara fram. Flestra augu verða eflaust á Dalvík og í Kópavogi. Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mikilvægir leikir í botnbaráttunni Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti. Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is. FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar. Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag. FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik. FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins 16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport) 17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is) 17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is) 19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is) 19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira