Innlent

Þór­dís Kol­brún bar sigur úr býtum í próf­kjörinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 
Þórdís Kolbrún mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.  Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu, hafnaði í öðru sæti.

Alls greiddu 2.289 atkvæði í prófkjörinu. Þórdís hlaut 1.347 atkvæði í 1. sæti en Haraldur hlaut 1.061 atkvæði í 1.-2. sæti. Næst á listanum eru Teitur Björn Einarsson í 3. sæti og Sigríður Elín Sigurðardóttir í 4. sæti.

Með þessu er síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar lokið. Prófkjörið stóð yfir í gær og á miðvikudag en síðustu kjörstaðir lokuðu klukkan 21 í gær.

Þórdís og Haraldur börðust hart um oddvitasætið en Haraldur hefur greint frá því að hann hyggist ekki taka annað sæti en oddvitasæti á listanum. Málið vakti nokkra athygli fyrr í vikunni og sætti Haraldur nokkurri gagnrýni fyrir vikið.


Tengdar fréttir

Haraldur fer upp um sæti sam­kvæmt nýjustu tölum

Nýjustu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru birtar nú rétt í þessu. Haraldur Benediktsson er nú í öðru sæti, en samkvæmt fyrstu tölum var hann í því þriðja.

Hart barist um oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag. Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefa bæði kost á sér í oddvitasætið.

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×