Innlent

Hart barist um oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi

Árni Sæberg skrifar
Þórdís Kolbrún og Haraldur sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún og Haraldur sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag. Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefa bæði kost á sér í oddvitasætið.

Síðustu kjörstaðir loka klukkan níu í kvöld en þeir fyrstu klukkan tvö. Búist er við fyrstu tölum upp úr níu í kvöld. Ljóst er að lokaniðurstöður munu ekki liggja fyrir fyrr en undir morgun. Keyra þarf með kjörkassa langa leið frá kjörstöðum til kosningamiðstöðvar.

Kosið er um uppröðun á fjögurra manna lista en níu gefa kost á sér, fjórar konur og fimm karlar. 

Athygli vakti á dögunum þegar Haraldur Benediktsson tilkynnti að hann myndi ekki þiggja annað sæti en það fyrsta á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur er odd­viti flokksins í kjör­dæminu en Þór­dís Kol­brún, sem sækist einnig eftir oddvitasætinu, er vara­for­maður flokksins og sitjandi ferða­mála- iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra.

Heildarlisti frambjóðenda er eftirfarandi:

Bergþóra Ingþórsdóttir 24 ára, nemi, Akranesi

Bjarni Pétur Marel Jónasson 21 árs, Ísafirði

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir 47 ára, ráðgjafi, Bíldudal í Arnarfirði

Haraldur Benediktsson 55 ára, alþingismaður og bóndi, Hvalfjarðarsveit

Magnús Magnússon 48 ára, sóknaprestur, Húnaþingi vestra

Sigríður Elín Sigurðardóttir 20 ára, sjúkraflutningakona og nemi, Akranesi

Teitur Björn Einarsson 41 árs, lögmaður og 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Skagafirði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 33 ára, alþingismaður, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Akranesi

Örvar Már Marteinsson 45 ára, skipstjóri, Ólafsvík

Minni spenna hjá Framsóknarmönnum

Prófkjör fer einnig fram hjá Framsóknarmönnum í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður flokksins, sækist einn eftir fyrsta sætinu.

Kjörstaðir loka milli þrjú og sex en ekki verður talið upp úr kössunum fyrr en á morgun. Kjörstjórn væntir þess að niðurstöður muni liggja fyrir milli fjögur og sex á morgun. 

Kosið er um fimm eftstu sætin en listi frambjóðenda er eftirfarandi:

Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 1. sæti

Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti

Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 2.- 4. sæti

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti

Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.- 4. sæti

Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.- 5. sæti


Tengdar fréttir

Þór­dís og Haraldur etja kappi í Norð­vestur­kjör­dæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar.

Þór­dís og Haraldur etja kappi í Norð­vestur­kjör­dæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar.

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Þór­dís og Haraldur etja kappi í Norð­vestur­kjör­dæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar.

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×