Fótbolti

Sjáðu mörkin: Morata þakkaði traustið og Goa­landowski skoraði að sjálf­sögðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Morata og Enrique fallast í faðma.
Morata og Enrique fallast í faðma. Joaquin Corchero/Getty

Spánn og Pólland gerðu 1-1 jafntefli í E-riðlinum á Evrópumótinu 2020 þar sem framherjar liðanna skoruðu báðir.

Margir efuðust um Alvaro Morata eftir leikinn í 1. umferðinni gegn Svíum þar sem hann brenndi af hverju færinu á fætur öðru.

Hann fékk þó aftur traustið í kvöld og þakkaði Luis Enrique, þjálfara Spánar, fyrir traustið með marki.

Í upphafi síðari hálfeiks var það svo Robert Lewandowski, betur þekktur sem Goa­landowski, sem jafnaði metin og þar við sat.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Spánn - Pólland 1- 1

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.