Fótbolti

Koeman nær í landa sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Memphis er nú orðinn samherji Frenkie de Jong í hollenska landsliðinu og Barcelona.
Memphis er nú orðinn samherji Frenkie de Jong í hollenska landsliðinu og Barcelona. NESImages/DeFodi

Barcelona staðfesti í dag komu Memphis Depay til féalgsins en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Katalóníurisann.

Depay kemur á frjálsri sölu frá Lyon þar sem samningur hans rann út í sumar en hann hefur verið mikið orðaður við Barcelona síðustu vikur.

Nú hefur koma hans svo verið staðfest með tveimur myndböndum á samfélagsmiðla Börsunga en hann fær samning til ársins 2023.

Hann mun því leika á ný undir stjórn Ronalds Koeman sem var einnig þjálfari Memphis hjá hollenska landsliðinu.

Depay er nú með hollenska landsliðinu á EM þar sem þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×