Fótbolti

Sjáðu markið: Allt ætlaði um koll að keyra í Búdapest

Valur Páll Eiríksson skrifar
Brjáluð fagnaðarlæti.
Brjáluð fagnaðarlæti. Pool/Getty Images/Laszlo Balogh

Attila Fiola kom Ungverjalandi óvænt í 1-0 forystu gegn Frökkum rétt fyrir hálfleik í leik liðanna á Puskás-vellinum í Búdapest. Ástríðan var mikil eftir markið þar sem aðstaða fjölmiðlamanna varð undir.

Ungverjarnir höfðu verið í miklum vandræðum sóknarlega nánast allan hálfleikinn og vart komist yfir miðju í rúman hálftíma þegar frábær skyndisókn þeirra gekk upp. Fiola komst inn fyrir og afgreiddi boltann vel framhjá Hugo Lloris í marki Frakka.

Öll sæti eru upptekin á 60 þúsund manna vellinum og að mestu setin af Ungverjum sem fögnuðu gríðarlega. Þá lá við að borð sem fjölmiðlamenn sátu við hefði brotnað undan fagnaðarlátum ungversku leikmannana við stúkuna.

Síðari hálfleikurinn fer að hefjast þegar þetta er skrifað og áhugavert verður að sjá hvort Ungverjarnir geti haldið út gegn heimsmeisturunum.

Markið og fagnaðarlætin má sjá í spilaranum að neðan.

Klippa: Mark Attila Fiola

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.