UEFA gæti gripið til sekta ef leikmenn halda áfram að færa drykki styrktaraðila Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 21:58 Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann er ekki hrifinn af. Liðin sem nú etja kappi á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu karla gætu átt yfir höfði sér sektir ef leikmenn þeirra halda áfram að færa og fela drykki frá styrktaraðilum mótsins á blaðamannafundum, líkt og Cristiano Ronaldo og fleiri hafa gert. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira