Fótbolti

Gekkst undir sex klukku­tíma að­gerð eftir meiðslin gegn Rússum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Castagne þurfti að fara meiddur af velli eftir þennan árekstur og spilar ekki meira á EM.
Castagne þurfti að fara meiddur af velli eftir þennan árekstur og spilar ekki meira á EM. Gonzalo Arroyo/Getty Images

Timothy Castagne, bakvörður Leicester City og belgíska landsliðsins, var heppinn að ekki fór verr er hann meiddist í leik Belga og Rússa í fyrstu umferð Evrópumótsins í síðustu viku.

Hinn 25 ára gamli Castagne lenti í samstuði við Daler Kuzyaev í liði Rússlands í fyrri hálfleik leiksins. Meiddist hann illa á höfði og bólgnaði allur upp.

Eftir að Castagne var tekinn af velli var nokkuð ljóst að um beinbrot væri að ræða en hann ku hafa brotnað á tveimur stöðum í kringum augntóftina. Á endanum þurft hann að fara í sex tíma aðgerð og nú er ljóst að hann verður frá í sex til átta vikur.

Samkvæmt blaðamanninum Kristof Terreur væri ferill Castagne í hættu ef höggið sem hann fékk hefði verið þremur sentimetrum ofar á höfuðkúpunni.

Belgía mætir Danmörku í öðrum leik sínum á EM á Parken í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×