„Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 14:31 Adam Szalai og Hjammi voru báðir á Evrópumótinu 2016 þar sem Szalai kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Ungverja og Íslendinga. Hann er fyrirliði Ungverja á EM í ár. Samsett/Getty Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og strandblakliðseigandi, var svo sannarlega ekki hrifinn af fyrirliða Ungverja, Ádám Szalai, í tapinu gegn Portúgölum á EM í gær. Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Hjálmar og þjálfararnir Freyr Alexandersson og Ólafur Kristjánsson voru gestir í þættinum EM í dag, á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem farið var yfir leiki dagsins. Hjálmar átti vart orð yfir vonlausri skottilraun Szalai á 75. mínútu eins og sjá má í kostulegu innslagi hér að neðan: Klippa: Hjammi hakkaði fyrirliða Ungverja í sig „Þarna hugsaði ég bara: „Þetta er búið“,“ sagði Hjálmar sem átti auðvelt með að tengja við tilburði Szalais: „Ég hef upplifað þetta milljón sinnum sjálfur í bumbubolta. Sjáið bara. Þetta var alveg skelfilegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þetta sjálfur. Klukkan að verða ellefu og tíminn búinn. „Ég ætla að taka eitt sirkusmark áður en ég fer.““ Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir stýra EM í dag, og Gummi benti á að fleira í fasi Szalai hefði minnt á erkitýpu úr íslenskum „bumbubolta“: „Sjáið þegar boltinn fer yfir hann fyrst. Hann er byrjaður að rífast við sendingagæjann. Síðan kemur boltinn til hans að lokum: „Ég skýt þá bara!““ Freyr bar í bætifláka Szalai er eins og fyrr segir fyrirliði Ungverja og býsna virtur, enda búinn að skora 23 mörk fyrir sína þjóð og langmarkahæstur í ungverska hópnum. Hjálmar var engu að síður lítt hrifinn: „Ég var alveg hissa að sjá þennan mann, í byrjunarliðinu hjá Ungverjum. „How low can you go?“ Þetta er alveg svakalegt. Hann er búinn að skora eitt mark í bundesligunni, fyrir Mainz,“ sagði Hjálmar. „Sástu samt hvaða skrið Mainz fór á eftir að hann kom? Þeir voru í fallsæti og þá fékk Szalai aftur traustið. Hann er segullinn; tekur til sín og tengir saman,“ benti Freyr Alexandersson þá á. „Jæja, maður verður að treysta þessum sérfræðingum. En fyrir mér var þetta bara einhver algjör… Hann hefði ekki komist í Brimborgarboltann 2003, bara því miður,“ sagði Hjálmar laufléttur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira