Fótbolti

Sjáðu markasyrpu gærdagsins á EM og flottustu mörk fyrstu umferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar öðru marka sinna í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjalandi á EM í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar öðru marka sinna í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjalandi á EM í gær. AP/Bernadett Szabo

Cristiano Ronaldo bætti markametið á EM í draumabyrjun Portúgala og heimsmeistarar Frakka skoruðu ekki sjálfir en unnu samt. Mörg flott mörk hafa verið skoruð á EM til þessa.

Fyrstu umferð riðlakeppni EM alls staðar er nú lokið en liðin í dauðariðlinum voru í gær þau síðustu til að spila á mótinu.

Cristiano Ronaldo skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri Portúgala á Ungverjum þar sem öll mörkin komu á síðustu sex mínútum leiksins. Fyrsta mark Evrópumeistaranna skoraði hins vegar Raphaël Guerreiro.

Frakkar byrjuðu mótið á 1-0 sigri á Þjóðverjum en eina mark leiksins var sjálfsmark Þjóðverjans Mats Hummels.

Hér fyrir neðan má sjá markaspyrpu frá leikjum gærdagsins en enn neðar er síðan samantekt á flottustu mörkum fyrstu umferðarinnar.

Þar má sjá glæsileg mörk frá þeim Patrik Schick, Andriy Yarmolenko, Milan Skriniar og Stefan Lainer.

Klippa: Markasyrpa frá leikjum EM 15. júní
Klippa: Fallegustu mörk fyrstu umferðar riðlakeppni EM 2020

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×