Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 11:12 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hissa á viðbrögðum flokkssystkina sinna við yfirlýsingu hans. Vísir/Vilhelm Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. „Þessi viðbrögð komu mér alveg í opna skjöldu vegna þess að þetta hefur legið fyrir frá því í febrúar, þá sagði ég frá þessu í viðtali við Skessuhorn að ég liti þannig á að ef ég yrði felldur sem oddviti þá væri það dómur kjósendanna. Ég væri ekkert að finna neitt að því heldur að gefa nýjum oddvita sviðið,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Margar Sjálfstæðiskonur lýstu yfir óánægju með yfirlýsingu Haraldar í gær. Viðbrögðin voru hörð og sögðu margar samflokkskonur hans yfirlýsingarnar vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir „ofsafengin viðbrögð nokkurra flokksystkina“ sinna í Facebook-færslu sem hann birti í morgun. Hann segir freka karlinn í þessari sögu ekki vera Harald. „Þetta hefur legið fyrir í marga mánuði og verið á flestra vitsorði. Þessi upphlaup núna eru augljóslega til þess að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins. Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson. Hann gerði ekkert annað en að segja satt aðspurður. Það er allur glæpurinn,“ skrifar Brynjar. „Hef aldrei reynt að hefta framgang Þórdísar“ Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjaði það upp í gær að Haraldur hafi beitt sömu taktík í prófkjöri flokksins í kjördæminu árið 2013. Þá sóttust hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Haraldur lýsti því þá yfir á kjördæmisþingi að annað hvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. „Það er bara eðlilegt þegar leiðtogi er felldur þá tekur nýr leiðtogi við. Þessu hef ég svarað á fjölmörgum framboðsfundum og samtölum í þessari baráttu og þá kemur mér fullkomlega á óvart að í því felist einhver hótun. Það væri annað ef ég hefði ekki sagt þetta í upphafi baráttunnar, að þá væri ég eitthvað að reyna að berjast um núna. En Guð forði mér frá því að ég sé að reyna að stilla mínum góða vini Þórdísi Kolbrúnu upp með einhverjum hætti,“ segir Haraldur. Hann vísar ásökunum um að hann standi í hótunum og geti ekki keppst við konu án hótana á bug. „Hefði ég lýst sérstökum stuðningi við að Þórdís yrði ráðherra í ráðherravali 2016 ef ég væri á einhvern hátt að reyna að hefta framgang kvenna? Ég fékk þá spurningu árið 2012 þegar var verið að velja á lista, ég svaraði bara því samkvæmt því sem ég hafði áform um,“ segir Haraldur. „Mér finnst betra að koma hreint fram en að vera í einhverjum getgátum. Ég hef bara aldrei, og ég held ég hafi ágæta sögu í því, á nokkurn hátt reynt að hefta framgang Þórdísar eða verið að þvælast fyrir honum. Ég met hana mjög mikils.“ Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þessi viðbrögð komu mér alveg í opna skjöldu vegna þess að þetta hefur legið fyrir frá því í febrúar, þá sagði ég frá þessu í viðtali við Skessuhorn að ég liti þannig á að ef ég yrði felldur sem oddviti þá væri það dómur kjósendanna. Ég væri ekkert að finna neitt að því heldur að gefa nýjum oddvita sviðið,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Margar Sjálfstæðiskonur lýstu yfir óánægju með yfirlýsingu Haraldar í gær. Viðbrögðin voru hörð og sögðu margar samflokkskonur hans yfirlýsingarnar vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir „ofsafengin viðbrögð nokkurra flokksystkina“ sinna í Facebook-færslu sem hann birti í morgun. Hann segir freka karlinn í þessari sögu ekki vera Harald. „Þetta hefur legið fyrir í marga mánuði og verið á flestra vitsorði. Þessi upphlaup núna eru augljóslega til þess að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins. Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson. Hann gerði ekkert annað en að segja satt aðspurður. Það er allur glæpurinn,“ skrifar Brynjar. „Hef aldrei reynt að hefta framgang Þórdísar“ Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjaði það upp í gær að Haraldur hafi beitt sömu taktík í prófkjöri flokksins í kjördæminu árið 2013. Þá sóttust hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Haraldur lýsti því þá yfir á kjördæmisþingi að annað hvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. „Það er bara eðlilegt þegar leiðtogi er felldur þá tekur nýr leiðtogi við. Þessu hef ég svarað á fjölmörgum framboðsfundum og samtölum í þessari baráttu og þá kemur mér fullkomlega á óvart að í því felist einhver hótun. Það væri annað ef ég hefði ekki sagt þetta í upphafi baráttunnar, að þá væri ég eitthvað að reyna að berjast um núna. En Guð forði mér frá því að ég sé að reyna að stilla mínum góða vini Þórdísi Kolbrúnu upp með einhverjum hætti,“ segir Haraldur. Hann vísar ásökunum um að hann standi í hótunum og geti ekki keppst við konu án hótana á bug. „Hefði ég lýst sérstökum stuðningi við að Þórdís yrði ráðherra í ráðherravali 2016 ef ég væri á einhvern hátt að reyna að hefta framgang kvenna? Ég fékk þá spurningu árið 2012 þegar var verið að velja á lista, ég svaraði bara því samkvæmt því sem ég hafði áform um,“ segir Haraldur. „Mér finnst betra að koma hreint fram en að vera í einhverjum getgátum. Ég hef bara aldrei, og ég held ég hafi ágæta sögu í því, á nokkurn hátt reynt að hefta framgang Þórdísar eða verið að þvælast fyrir honum. Ég met hana mjög mikils.“
Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51