„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 22:40 Sjálfstæðiskonur eru ekki sáttar með nýjasta útspil Haralds. vísir/samsett Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. Haraldur sagðist ekki mundu þiggja annað sæti á lista flokksins tapi hann oddvitaslagnum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi um næstu helgi. Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins og sitjandi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margar þekktar Sjálfstæðiskonur hafa tjáð sig um yfirlýsingar Haralds á samfélagsmiðlum í dag og segja þær helst vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Sama útspil og árið 2013 Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrst Sjálfstæðiskvenna til að tjá sig um þessar vendingar í prófkjöri kjördæmis síns. Hún rifjaði það upp að Haraldur hefði áður beitt sömu taktík. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu árið 2013 sóttust bæði hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Þá lýsti Haraldur því yfir á kjördæmisþingi að annaðhvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. Rósa segist þá hafa hugsað með sér að fólk yrði að ráða því sjálft á hvaða forsendum það hellti sér út í pólitíkina þó henni hafi þótt þetta ómerkilegt af Haraldi. Yfirlýsingar hans í dag vekja þó upp spurningu hjá henni: „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Borgarfulltrúar og bæjarstjórar taka undir Og þetta virðast þær Sjálfstæðiskonur sem tjá sig um málið í dag helst telja að sé vandamálið – það að Haraldur sé hræddur um að tapa fyrir konu: „Ég get ekki orða bundist. Hvílík og önnur eins frekja og fýlustjórnun gagnvart kjördæminu. Haraldur gefur kost á sér gegn varaformanni og ráðherra sem vill svo til að er kona. Honum finnst það slík höfnun ef kjördæmið velur hana í fyrsta sæti umfram hann að hann hótar að hætta fari svo,“ skrifar Nanna Kristín Tryggvadóttir. Hún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í prófkjöri hennar í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Viðbrögð við færslu Nönnu standa ekki á sér því þekktar Sjálfstæðiskonur smella læki við færsluna til að taka undir með henni, eða að minnsta kosti lýsa yfir ánægju með að hún tjái sig um málið. Þar má til dæmis nefna Völu Pálsdóttur, formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, borgarfulltrúana Katrínu Atladóttur og Hildi Björnsdóttur og Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Harald einnig og lýsir yfir stuðningi sínum við Þórdísi Kolbrúnu: „Hversu mikið aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“ Sigþrúður Ármann, sem hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er ósátt við Harald og segir „svona hótun“ honum ekki til sóma. „Mikið vildi ég óska þess að Haraldur tæki heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins framyfir eigin hag,“ skrifar hún. Haraldur klóri í bakkann Þá greinir Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Garðabæ til ellefu ára, útspil Haralds á Facebook hjá sér: „Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún. „Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir vill þá að konur taki höndum saman til að passa almennt upp á „kjarkmiklu konurnar sem nenna að taka til í stjórnmálaflokkunum“. Hún lýsir þar yfir stuðningi við Þórdísi Kolbrúnu. Sérstök staða Staðan sem er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu er nokkuð sérstök. Haraldur er oddviti kjördæmisins eins og er, sat í fyrsta sæti á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau eru einu þingmenn flokksins í kjördæminu. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Haraldur sagðist ekki mundu þiggja annað sæti á lista flokksins tapi hann oddvitaslagnum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi um næstu helgi. Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins og sitjandi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margar þekktar Sjálfstæðiskonur hafa tjáð sig um yfirlýsingar Haralds á samfélagsmiðlum í dag og segja þær helst vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Sama útspil og árið 2013 Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrst Sjálfstæðiskvenna til að tjá sig um þessar vendingar í prófkjöri kjördæmis síns. Hún rifjaði það upp að Haraldur hefði áður beitt sömu taktík. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu árið 2013 sóttust bæði hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Þá lýsti Haraldur því yfir á kjördæmisþingi að annaðhvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. Rósa segist þá hafa hugsað með sér að fólk yrði að ráða því sjálft á hvaða forsendum það hellti sér út í pólitíkina þó henni hafi þótt þetta ómerkilegt af Haraldi. Yfirlýsingar hans í dag vekja þó upp spurningu hjá henni: „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Borgarfulltrúar og bæjarstjórar taka undir Og þetta virðast þær Sjálfstæðiskonur sem tjá sig um málið í dag helst telja að sé vandamálið – það að Haraldur sé hræddur um að tapa fyrir konu: „Ég get ekki orða bundist. Hvílík og önnur eins frekja og fýlustjórnun gagnvart kjördæminu. Haraldur gefur kost á sér gegn varaformanni og ráðherra sem vill svo til að er kona. Honum finnst það slík höfnun ef kjördæmið velur hana í fyrsta sæti umfram hann að hann hótar að hætta fari svo,“ skrifar Nanna Kristín Tryggvadóttir. Hún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í prófkjöri hennar í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Viðbrögð við færslu Nönnu standa ekki á sér því þekktar Sjálfstæðiskonur smella læki við færsluna til að taka undir með henni, eða að minnsta kosti lýsa yfir ánægju með að hún tjái sig um málið. Þar má til dæmis nefna Völu Pálsdóttur, formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, borgarfulltrúana Katrínu Atladóttur og Hildi Björnsdóttur og Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Harald einnig og lýsir yfir stuðningi sínum við Þórdísi Kolbrúnu: „Hversu mikið aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“ Sigþrúður Ármann, sem hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er ósátt við Harald og segir „svona hótun“ honum ekki til sóma. „Mikið vildi ég óska þess að Haraldur tæki heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins framyfir eigin hag,“ skrifar hún. Haraldur klóri í bakkann Þá greinir Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Garðabæ til ellefu ára, útspil Haralds á Facebook hjá sér: „Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún. „Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir vill þá að konur taki höndum saman til að passa almennt upp á „kjarkmiklu konurnar sem nenna að taka til í stjórnmálaflokkunum“. Hún lýsir þar yfir stuðningi við Þórdísi Kolbrúnu. Sérstök staða Staðan sem er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu er nokkuð sérstök. Haraldur er oddviti kjördæmisins eins og er, sat í fyrsta sæti á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau eru einu þingmenn flokksins í kjördæminu. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira