Bjórþyrsti spéfuglinn sem Finnar geta reitt sig á Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 10:02 Lukas Hradecky fagnar með stuðningsmönnum eftir sigur gegn Ungverjalandi í Tampere árið 2018. Getty/Antti Yrjonen Markvörðurinn Lukas Hradecky fagnaði einu sinni sigri finnska landsliðsins með því að þamba heilt bjórglas frá stuðningsmanni. Það er eiginlega alltaf stutt í grínið hjá þessari þjóðhetju Finna en hann viðurkennir að minna hafi verið um grín eftir fyrsta leikinn á EM, sigurinn á Dönum þar sem Christian Eriksen fór í hjartastopp. Finnar og Danir kláruðu leikinn á laugardag, aðeins skömmu eftir að læknum tókst að lífga Eriksen við. Hradecky varði vítaspyrnu í leiknum og Finnar unnu það sem fyrir fram hefði talist óvæntur sigur, 1-0, en augu þeirra líkt og heimsins alls hafa hins vegar beinst að Eriksen og hans heilsu. „Já, samtölin í gufubaðinu, í rútunni og alls staðar þar sem við erum hafa snúist um þetta. Strákarnir eru alltaf að lesa fréttir og við fylgjumst stöðugt með stöðunni á Christian. Núna, nokkrum dögum eftir þetta slys, er útlitið sem betur fer gott,“ sagði Hradecky við Yle á æfingu finnska hópsins sem nú er kominn til Rússlands. „Núna þegar við erum komnir lengra frá Kaupmannahöfn þá þarf einbeitingin að færast yfir á fótboltann,“ sagði Hradecky. Klippa: Hradecky ver víti Dana Hradecky verður eflaust í sviðsljósinu í dag í „vetrarstríðinu“ við Rússland kl. 13. Finnar þurfa á því að halda að þessi 31 árs gamli markvörður Leverkusen, sem áður lék með Frankfurt eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, verði upp á sitt besta svo þeir haldi áfram að koma á óvart. Gott að verja með pungnum Í grein í finnska miðlinum Ilta-Sanomat um Hradecky segir að það sé dæmigert fyrir hann að hafa sótt sér bjór til stuðingsmanns til að fagna, þegar Finnland vann Hvíta-Rússland 2-0 í vináttulandsleik fyrir þremur árum. Alltaf sé stutt í breiða brosið og óvenjulegt grín hjá honum, eins og þegar hann sagði ekkert vera betra fyrir markvörð en að verja skot með pungnum. View this post on Instagram A post shared by Lukas Hradecky (@lhradecky) Skömmu eftir að hafa tekið drykkinn af stuðningsmanninum birti Hradecky mynd af þeim á samfélagsmiðlum, eftir að hafa gefið stuðningsmanninum kassa af bjór. „Skuldin er greidd núna,“ skrifaði markvörðurinn. Mikilvægt að vera maður sjálfur Í grein Ilta-Sanomat segir að þó að Hradecky geti verið kjaftfor „trúður“, sem njóti þess að fá sér smá bjór, þá sé hann fagmennskan uppmáluð þegar komi að æfingum og keppni. „Það er alltaf ákveðið tabú varðandi bjórdrykkju. Bjór er til þess að drekka hann. Og varðandi blótsyrðin; 99,9% fólks blótar. Af hverju ættum við fótboltamenn að vera meiri dýrlingar en aðrir? Fólk heldur að ég verði fullur á hverju kvöldi en það er ekki þannig. Auðvitað ekki, ég er atvinnumaður í fótbolta. Ég kveiki á Netflix, elda einhvern mat, tek einn bjór úr ísskápnum og hvíli mig svo. Á vissan hátt lifum við fótboltamenn eins og við séum inni á einhverri stofnun. Við þurfum að búa á bakvið luktar dyr. Ég held að það sé mikilvægt að vera maður sjálfur og sem betur fer uppgötvaði ég það snemma. Hvort sem maður starfar í alvarlegu umhverfi eða ekki þá verður maður að vera maður sjálfur,“ sagði Hradecky. Leikur Finnlands og Rússlands hefst kl. 13 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Þremur tímum síðar, eða kl. 16, mætast Tyrkland og Wales, og kl. 19 er leikur Ítalíu og Sviss. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Finnland Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sjá meira
Finnar og Danir kláruðu leikinn á laugardag, aðeins skömmu eftir að læknum tókst að lífga Eriksen við. Hradecky varði vítaspyrnu í leiknum og Finnar unnu það sem fyrir fram hefði talist óvæntur sigur, 1-0, en augu þeirra líkt og heimsins alls hafa hins vegar beinst að Eriksen og hans heilsu. „Já, samtölin í gufubaðinu, í rútunni og alls staðar þar sem við erum hafa snúist um þetta. Strákarnir eru alltaf að lesa fréttir og við fylgjumst stöðugt með stöðunni á Christian. Núna, nokkrum dögum eftir þetta slys, er útlitið sem betur fer gott,“ sagði Hradecky við Yle á æfingu finnska hópsins sem nú er kominn til Rússlands. „Núna þegar við erum komnir lengra frá Kaupmannahöfn þá þarf einbeitingin að færast yfir á fótboltann,“ sagði Hradecky. Klippa: Hradecky ver víti Dana Hradecky verður eflaust í sviðsljósinu í dag í „vetrarstríðinu“ við Rússland kl. 13. Finnar þurfa á því að halda að þessi 31 árs gamli markvörður Leverkusen, sem áður lék með Frankfurt eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, verði upp á sitt besta svo þeir haldi áfram að koma á óvart. Gott að verja með pungnum Í grein í finnska miðlinum Ilta-Sanomat um Hradecky segir að það sé dæmigert fyrir hann að hafa sótt sér bjór til stuðingsmanns til að fagna, þegar Finnland vann Hvíta-Rússland 2-0 í vináttulandsleik fyrir þremur árum. Alltaf sé stutt í breiða brosið og óvenjulegt grín hjá honum, eins og þegar hann sagði ekkert vera betra fyrir markvörð en að verja skot með pungnum. View this post on Instagram A post shared by Lukas Hradecky (@lhradecky) Skömmu eftir að hafa tekið drykkinn af stuðningsmanninum birti Hradecky mynd af þeim á samfélagsmiðlum, eftir að hafa gefið stuðningsmanninum kassa af bjór. „Skuldin er greidd núna,“ skrifaði markvörðurinn. Mikilvægt að vera maður sjálfur Í grein Ilta-Sanomat segir að þó að Hradecky geti verið kjaftfor „trúður“, sem njóti þess að fá sér smá bjór, þá sé hann fagmennskan uppmáluð þegar komi að æfingum og keppni. „Það er alltaf ákveðið tabú varðandi bjórdrykkju. Bjór er til þess að drekka hann. Og varðandi blótsyrðin; 99,9% fólks blótar. Af hverju ættum við fótboltamenn að vera meiri dýrlingar en aðrir? Fólk heldur að ég verði fullur á hverju kvöldi en það er ekki þannig. Auðvitað ekki, ég er atvinnumaður í fótbolta. Ég kveiki á Netflix, elda einhvern mat, tek einn bjór úr ísskápnum og hvíli mig svo. Á vissan hátt lifum við fótboltamenn eins og við séum inni á einhverri stofnun. Við þurfum að búa á bakvið luktar dyr. Ég held að það sé mikilvægt að vera maður sjálfur og sem betur fer uppgötvaði ég það snemma. Hvort sem maður starfar í alvarlegu umhverfi eða ekki þá verður maður að vera maður sjálfur,“ sagði Hradecky. Leikur Finnlands og Rússlands hefst kl. 13 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Þremur tímum síðar, eða kl. 16, mætast Tyrkland og Wales, og kl. 19 er leikur Ítalíu og Sviss. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Finnland Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sjá meira