Fótbolti

Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjarta­stopps

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins.
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen

Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik.

Eftir að leikur Danmerkur og Finnlands var stöðvaður þar sem Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik þá fékk danska landsliðið tvo valkosti. Það klárað leikinn síðar sama kvöld eða spilað í hádeginu daginn eftir.

Það er eitthvað sem Kasper Hjulmand finnst fáránlegt. Gagnrýndi hann verklagsreglur mótsins en samkvæmt þeim má fresta leik um allt að 48 tíma komi upp Covid-19 smit í herbúðum liðanna. Þær virðast þó ekki eiga við ef leikmaður fer í hjartastopp í miðjum leik.

„Það finnst mér einfaldlega rangt,“ sagði Hjulmand um verklagsreglur mótsins á blaðamannafundi í dag.

„Það er hægt að draga lærdóm af því sem gerðist. Það var ekki rétt ákvörðun að halda áfram. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að fara út á völl og klára leikinn. Ég tel það þó ekki rét tað gefa okkur valmöguleikann að klára leikinn samdægurs eða degi síðar.“

„Ég fann að leikmennirnir voru settir undir pressu, þetta var mjög erfið staða til að vera í. Eina í stöðunni hefði átt að vera að setja leikmennina upp í rútu og senda þá heim til sín,“ sagði Hjulmand að lokum.

Sem betur fer er allt í lagi með Eriksen. Það á svo eftir að koma í ljós hvort liðsfélagar hans séu í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að sýna sínar bestu hliðar og komast upp úr B-riðli. 

Danmörk mætir Belgíu á Þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní, og Rússlandi í lokaleik riðilsins þann 21. júní.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Danska liðið fékk áfallahjálp

Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×