Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 17:00 Marcus Berg var nálægt því að skora fyrir Svía í gær en hitti boltann illa á ögurstundu. EPA/Pierre Philippe Marcou Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01
Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57