Fótbolti

Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dauðafærið sem Marcus Berg klúðraði og hugsar væntanlega um þegar hann leggst á koddann í kvöld.
Dauðafærið sem Marcus Berg klúðraði og hugsar væntanlega um þegar hann leggst á koddann í kvöld. Fran Santiago/Getty

Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn.

Þeir spænsku sóttu án afláts í fyrri hálfeiknum og voru á tímapunkti tæplega 90% meira með boltann.

Heimamenn fengu sín færi en besta færi leiksins fékk Marcus Berg, framherji Svía, í síðari hálfleik er hann mokaði boltanum yfir nánast frá markteig.

Helena Ólafsdóttir og Guðmundur Benediktsson gerðu upp EM í dag með þeim Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, í kvöld.

Þar var meðal annars rætt um færið svakalega sem Marcus Berg fékk og Helena sagði að meira segja Gummi hefði skorað úr þessu færi.

„Þeir eru að gera vel úr þeim sem færum sem þeir fengu,“ sagði Dagur.

Bæði Alexander Isak og Marcus Berg voru svo teknir af velli í síðari hálfleik sem vakti undrun. Þá umræðu sem og færið má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - Svíþjóð dauðafæri

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu

Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.