Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:07 Reality Winner í fangabúningi við alríkisdómhúsið í Augusta í Georgíu í júní árið 2018. Hún var dæmd í meira en fimm ára fangelsi fyrir að leka upplýsingum um meint kosningaafskipti Rússa til fjölmiðils. AP/Michael Holahan/The Augusta Chronicle Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja. Rússland Bandaríkin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja.
Rússland Bandaríkin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira