Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 11:04 Donald Trump sakaði Adam Schiff ítrekað um að leka upplýsingum sig. Dómsmálaráðuneyti Trump fékk upplýsingar úr fjarskiptatækjum Schiff og að minnsta kosti ellefu annarra sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar í tengslum við rannsókn á upplýsingaleka. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“. Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“.
Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira