Trump-stjórnin fékk aðgang að símagögnum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 11:04 Donald Trump sakaði Adam Schiff ítrekað um að leka upplýsingum sig. Dómsmálaráðuneyti Trump fékk upplýsingar úr fjarskiptatækjum Schiff og að minnsta kosti ellefu annarra sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar í tengslum við rannsókn á upplýsingaleka. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump sem forseta fékk aðgang að upplýsingum úr fjarskiptatækjum að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrataflokksins þegar það rannsakaði leka á trúnaðarupplýsingum. Fáheyrt er sagt að saksóknarar sækist eftir slíkum upplýsingum um þingmenn. Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“. Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Allt kapp var lagt á að finna hverjir væru heimildarmenn fjölmiðla í fréttum um samskipti forsetaframboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar 2016 á fyrsta ári Trump í embætti. Engu að síður er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að stefna tæknirisanum Apple til að komast yfir upplýsingar um fjarskipti tveggja þingmanna Demókrataflokksins, aðstoðarmanna þeirra og fjölskyldu sögð í hæsta máta óvanalega. Stefna dómsmálaráðuneytisins varðaði að minnsta kosti tólf manns sem tengdust leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þar á meðal Adam Schiff, oddvita demókrata í nefndinni og núverandi formann hennar, að sögn New York Times. Eric Swalwell, fulltrúadeildarþingmaður frá Kaliforníu, segir að hann hafi einnig verið látinn vita að ráðuneytið hafi fengið aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum hans með stefnu. Einn þeirra sem dómsmálaráðuneytið fékk upplýsingar um var undir lögaldri. Upplýsingarnar sem ráðuneytið fékk í hendur voru svonefnd lýsigögn en í þeim felast upplýsingar um innihald gagna, til dæmis um höfunda textaskjala og hvenær þau voru búin til. AP-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi ekki fengið önnur gögn af tækjunum eins og myndir, skilaboð eða tölvupósta. Nær óþekkt er sagt að yfirvöld sækist eftir upplýsingum sem þessum um þingmenn nema í spillingarrannsóknum. Bannað að ræða um stefnuna þar til nýlega Rannsókn ráðuneytisins leiddi ekki í ljós nein tengsl leyniþjónustunefndarinnar við upplýsingaleka og stóð jafnvel til að loka henni. Eftir að William Barr tók við embætti dómsmálaráðherra setti hann aukinn kraft í rannsóknir á lekum og skipaði saksóknurum að halda áfram að rannsaka Schiff og fleiri, þrátt fyrir efasemdir saksóknaranna sjálfra. Áður hefur verið greint frá því að ráðuneyti Barr rannsakaði fjölmiðla til að afhjúpa heimildarmenn þeirra. Líkt og í tilfelli fjölmiðlanna fékk dómsmálaráðuneyti lögbann sem kom í veg fyrir að Apple gæti greint þingmönnunum frá því að það hefði afhent gögn um þá. Lögbannið rann nýlega út og lét Apple þá vita. Schiff hefur í gegnum tíðina ítrekað verið skotspónn bræði Trump. Sakaði þáverandi forsetinn Schiff ítrekað um að leka skaðlegum upplýsingum um sig. Schiff hefur nú kallað eftir því að innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsaki hvernig því var beitt gegn gagnrýnendum Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í yfirlýsingu að aðgerðir dómsmálaráðuneytisins virtust „enn ein svívirðilega árásin á lýðræðið okkar af hálfu fyrrverandi forsetans“.
Donald Trump Bandaríkin Apple Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira