Innlent

Gunnar Birgisson er látinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gunnar var fyrst bæjarstjóri í Kópavogi og síðar í Fjallabyggð.
Gunnar var fyrst bæjarstjóri í Kópavogi og síðar í Fjallabyggð. Vísir/Vilhelm

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Gunnar fæddist í Reykjavík 30. september 1947, sonur hjónanna Birgis Guðmundssonar og Auðbjargar Brynjólfsdóttur. Hann var kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða en dætur þeirra eru Brynhildur og Auðbjörg Agnes.

Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og grunnnámi í verkfræði við Háskóla Íslands árið 1977. Hann hlaut meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg árið 1978 og lauk doktorsprófi í jarðvegsverkfræði við University of Missouri árið 1983.

Gunnar sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1999 til 2006 og var oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 1990 til 2005. Hann var bæjarstjóri Kópavogs frá 2005 til 2009 og bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019. Þá sinnti hann stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps tímabundið árið 2020. 

Morgunblaðið greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.