Innlent

Hvetur for­eldra til að ýta við ung­mennum fæddum 2003 og 2004

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hefðbundin boð hafa verið send út í hádeginu, en klukkan tvö hafi enn verið fimmtán hundruð skammtar eftir. 

Þá var ákveðið að senda út opið boð með góðum árangri, en klukkan fjögur voru allir skammtar búnir. „Það virkaði mjög vel. Fólk var ánægð og gat komið og fengið sprautu,“ segir Ragnheiður.

Hún segir mætingu í vetur hafa verið í kringum áttatíu prósent, en sé að fara niður í sjötíu prósent núna. Hún segir lítinn mun vera á mætingu eftir því hvaða bóluefni sé í boði, en mætingin sé mögulega örlítið slakari þegar Janssen og Astra Zeneca eru í boði, heldur en Pfizer. Ástæðuna telur hún vera umræðuna í samfélaginu um að Pfizer þyki betra. 

„En við erum alveg gallhörð á því að þetta eru allt góð efni og fólk á að koma þegar það er boðað.“

Það er stór vika framundan í Laugardalshöllinni, en tæplega fjörutíu þúsund manns verða bólusettir í vikunni. Unnið er hratt að því markmiði að allir verði komnir með fyrri sprautu í lok mánaðar.

Haldið verður áfram með handahófskennda aldurshópa auk þess sem fólk er að fá seinni skammt. Bólusett verður með Pfizer á morgun og Moderna á miðvikudag.

Á meðal þeirra sem eru boðaðir á morgun eru árgangar fæddir 2003 og 2004. Ragnheiður hvetur foreldra til þess að ýta við börnum sínum. Þau sem hafi ekki fengið SMS skilaboð, ættu að hafa fengið skilaboð inni á Heilsuveru.


Tengdar fréttir

Bólu­setningum lokið í dag

Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.