Óraunverulegt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 17:17 Bíllinn stóð í ljósum logum á bílaplaninu fyrir utan heimili Silju. Slökkvilið og lögregla töldu strax ljóst að kveikt hefði verið í bílnum. Silja Ragnarsdóttir Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar. Í samtali við Vísi lýsir hún því að 16 ára dóttir hennar hefði tekið eftir undarlegum látum um nóttina, þar sem verið væri að berja á blokkina við hliðina á þeirri sem Silja og fjölskylda hennar býr í. Í kjölfarið hafi hún heyrt gler brotna. „Hún ákveður að kíkja út og sér blossa speglast í gluggum á blokkinni við hliðina á okkur. Hún stekkur inn í annað herbergi sem vísar út á planið, sér bílinn okkar alelda og hleypur til mín og vekur mig.“ Silja segist fyrst um sinn hafa haldið að hana væri að dreyma, enda nokkuð óraunverulegt þegar manni er tilkynnt að bíllinn manns standi í ljósum logum fyrir utan heimili manns. Eðlilega hringdi Silja á neyðarlínuna og hrósar lögreglu og slökkviliði fyrir skjótan viðbragðstíma. „Á meðan ég er þarna í símanum að tala við lögregluna þá springur eitt dekkið þannig að glymur um allt,“ en Silja býr í blokk í Hraunbæ sem raðast í einskonar U-form, þannig að hávaðinn var mikill. Ég horfði bara á þetta í vantrú. Veltir fyrir sér hvort málið tengist annarri íkveikju Sömu nótt og kveikt var í bíl Silju barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í bíl í Kópavogi. Því varð hluti af lögregluliðinu sem brást við tilkynningu Silju frá að hverfa og fara í Kópavoginn. Hún segir að rétt áður en tilkynninginn um seinni bílbrunann barst hafi lögreglumennirnir fundið hníf á bílaplaninu, skammt frá bílnum. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar gefið út að bruninn í Kópavogi tengist hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur sömu nótt. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir hins vegar að bruninn sem hér er til umfjöllunar tengist málinu ekki. Silja veltir þó fyrir sér hvort það geti verið, sérstaklega í ljósi þess að hnífur fannst við brennandi bílhrakið. Hún segist þó ekki ætla að fullyrða að hnífurinn hafi verið sá sem notaður var í árásinni. „Það eru greinilega einhverjir sem eru með hnífa og eru að kveikja í bílum. Hvernig er þá hægt að segja að þetta tengist ómögulega hinum málunum?“ Íkveikja og ekkert annað Silja segir það strax hafa legið ljóst fyrir í huga slökkviliðs og lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. „Fyrir það fyrsta er það vitnisburður dóttur minnar. En þó hann hefði ekki verið til staðar þá sögðu slökkviliðsmennirnir eftir að hafa gengið einn hring um bílinn að það væri alveg á hreinu.“ Hún segir það hafa sést greinilega hvernig eldfimur vökvi sem notaður var við íkveikjuna lenti á bílnum og eftir því hvar eldurinn logaði hvað glaðast. Silja kann þó enga skýringu á því hver kynni að hafa viljað kveikja í bíl hennar, líkt og hún tjáði lögreglunni á vettvangi. Hún veltir því fyrir sér hvort brennuvargarnir kunni að hafa farið bílavillt. Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.Silja Ragnarsdóttir Þakkar fyrir tryggingarnar Þegar blaðamaður náði tali af Silju hafði hún fyrr um daginn staðið í stappi vegna trygginga bílsins, sem hún fær þó bættan að hluta, enda liggi fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég var bara heppin að ég var með bílinn í kaskó, hann er bara það nýlegur. Ég fæ þetta bætt en það er aldrei að fara að vera það mikið að ég geti labbað út og keypt mér eins bíl. Svo er einhver sjálfsábyrgð og svona. En ég þakka fyrir að vera með hann í kaskó, því annars væri ég í djúpum skít.“ Hún segir að þó hún viti að íkveikjan tengist henni ekki persónulega, þá þyki henni að sér og börnunum sínum þremur vegið. „Við erum öll búin að vera andvaka og svolítið á nálum. Við erum búin að vera svolítið dofin og eigum erfitt með að trúa að þetta hafi gerst. Maður býst ekki við því að vakna við fréttir af því að það sé búið að kveikja í bílnum manns,“ segir Silja. Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Í samtali við Vísi lýsir hún því að 16 ára dóttir hennar hefði tekið eftir undarlegum látum um nóttina, þar sem verið væri að berja á blokkina við hliðina á þeirri sem Silja og fjölskylda hennar býr í. Í kjölfarið hafi hún heyrt gler brotna. „Hún ákveður að kíkja út og sér blossa speglast í gluggum á blokkinni við hliðina á okkur. Hún stekkur inn í annað herbergi sem vísar út á planið, sér bílinn okkar alelda og hleypur til mín og vekur mig.“ Silja segist fyrst um sinn hafa haldið að hana væri að dreyma, enda nokkuð óraunverulegt þegar manni er tilkynnt að bíllinn manns standi í ljósum logum fyrir utan heimili manns. Eðlilega hringdi Silja á neyðarlínuna og hrósar lögreglu og slökkviliði fyrir skjótan viðbragðstíma. „Á meðan ég er þarna í símanum að tala við lögregluna þá springur eitt dekkið þannig að glymur um allt,“ en Silja býr í blokk í Hraunbæ sem raðast í einskonar U-form, þannig að hávaðinn var mikill. Ég horfði bara á þetta í vantrú. Veltir fyrir sér hvort málið tengist annarri íkveikju Sömu nótt og kveikt var í bíl Silju barst lögreglu tilkynning um að búið væri að kveikja í bíl í Kópavogi. Því varð hluti af lögregluliðinu sem brást við tilkynningu Silju frá að hverfa og fara í Kópavoginn. Hún segir að rétt áður en tilkynninginn um seinni bílbrunann barst hafi lögreglumennirnir fundið hníf á bílaplaninu, skammt frá bílnum. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar gefið út að bruninn í Kópavogi tengist hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur sömu nótt. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir hins vegar að bruninn sem hér er til umfjöllunar tengist málinu ekki. Silja veltir þó fyrir sér hvort það geti verið, sérstaklega í ljósi þess að hnífur fannst við brennandi bílhrakið. Hún segist þó ekki ætla að fullyrða að hnífurinn hafi verið sá sem notaður var í árásinni. „Það eru greinilega einhverjir sem eru með hnífa og eru að kveikja í bílum. Hvernig er þá hægt að segja að þetta tengist ómögulega hinum málunum?“ Íkveikja og ekkert annað Silja segir það strax hafa legið ljóst fyrir í huga slökkviliðs og lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. „Fyrir það fyrsta er það vitnisburður dóttur minnar. En þó hann hefði ekki verið til staðar þá sögðu slökkviliðsmennirnir eftir að hafa gengið einn hring um bílinn að það væri alveg á hreinu.“ Hún segir það hafa sést greinilega hvernig eldfimur vökvi sem notaður var við íkveikjuna lenti á bílnum og eftir því hvar eldurinn logaði hvað glaðast. Silja kann þó enga skýringu á því hver kynni að hafa viljað kveikja í bíl hennar, líkt og hún tjáði lögreglunni á vettvangi. Hún veltir því fyrir sér hvort brennuvargarnir kunni að hafa farið bílavillt. Eins og sjá má er bíllinn gjörónýtur.Silja Ragnarsdóttir Þakkar fyrir tryggingarnar Þegar blaðamaður náði tali af Silju hafði hún fyrr um daginn staðið í stappi vegna trygginga bílsins, sem hún fær þó bættan að hluta, enda liggi fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég var bara heppin að ég var með bílinn í kaskó, hann er bara það nýlegur. Ég fæ þetta bætt en það er aldrei að fara að vera það mikið að ég geti labbað út og keypt mér eins bíl. Svo er einhver sjálfsábyrgð og svona. En ég þakka fyrir að vera með hann í kaskó, því annars væri ég í djúpum skít.“ Hún segir að þó hún viti að íkveikjan tengist henni ekki persónulega, þá þyki henni að sér og börnunum sínum þremur vegið. „Við erum öll búin að vera andvaka og svolítið á nálum. Við erum búin að vera svolítið dofin og eigum erfitt með að trúa að þetta hafi gerst. Maður býst ekki við því að vakna við fréttir af því að það sé búið að kveikja í bílnum manns,“ segir Silja.
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent