Fótbolti

„Hef prófað að jarða tvo skoska varnarmenn og það er ekki auðvelt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrik Schick hefur betur í baráttu við skoska varnarmenn og skallar boltann í netið.
Patrik Schick hefur betur í baráttu við skoska varnarmenn og skallar boltann í netið. getty/Craig Williamson

Patrik Schick var maður leiksins þegar Tékkland sigraði Skotland, 2-0, í D-riðli Evrópumótsins í dag. Schick skoraði bæði mörk Tékka, það fyrra með skalla og það síðara með stórkostlegu skoti rétt fyrir innan miðju.

Kjartan Henry Finnbogason var hrifinn af tilburðum Schicks í fyrra markinu þegar hann skallaði boltann framhjá David Marshall í skoska markinu eftir fyrirgjöf frá Vladimír Coufal.

„Þetta er ótrúlega vel gert. Þeir höfðu átt nokkrar hornspyrnur í röð, héldu alltaf pressunni og unnu boltann aftur. Hann veit að boltinn er að koma og getur tekið hlaupið því hann veit að hann er að fara að senda hann í fyrsta,“ sagði Kjartan Henry í EM í dag.

„Það eru engar tilviljanir í þessu. Hann þarf að jarða tvo skoska varnarmenn. Ég hef prófað það og það er ekki auðvelt.“

Klippa: EM í dag - Umræða um Patrik Schick

Annað mark Schicks var enn flottara en það fyrra og klárlega flottasta mark Evrópumótsins til þessa.

„Þetta er ekki auðvelt en hann er greinilega með frábæran vinstri fót. Þetta er þvílíkur draumur fyrir þennan strák,“ sagði Kjartan Henry.

Freyr Alexandersson hreifst mjög af frammistöðu Schicks í leiknum á Hampden Park í dag.

„Hann heldur sér miðsvæðis, hann er á milli markstanganna, þannig að kantmennirnir vita hvar hann er,“ sagði Freyr.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.