Bjóst ekki við að ná þessu í dag eftir að hafa slitið krossband þrisvar Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 09:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk góðan stuðning úr stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn og vonast eftir enn fleira fólki í dag. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar sinn 80. A-landsleik á Laugardalsvelli í dag þegar Ísland leikur seinni vináttulandsleik sinn við Írland. Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira