Innlent

Ungir ökumenn á ógnarhraða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast í umferðinni í gær.
Lögregla hafði í nógu að snúast í umferðinni í gær. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Einn ökumaður til viðbótar var stöðvaður í Seljahverfi en sá var á fjórum nagladekkjum auk þess sem bifreiðin reyndist ótryggð. Þá var maður handtekinn í sama hverfi grunaður um akstur undir áhrifum.

Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður eftir að hafa ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi og í Hafnarfirði voru tveir stoppaðir fyrir akstur undir áhrifum.

Lögregla hafði einnig afskipti af tveimur 17 ára ökumönnum, öðrum í miðborginni og hinum í Garðabæ. 

Sá sem var stöðvaður í Garðabæ reyndist á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst en sá sem lögregla stoppaði í miðborginni var á 144 km/klst þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.

Bæði mál voru afgreidd í samvinnu við forráðamenn og með tilkynningu til barnaverndar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.