Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2021 20:06 Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins, sem gekk með hóp síðasta föstudag. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með fjölmörgum stoppum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira