Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 13. júní 2021 14:27 Hjarta Christian Eriksen stöðvaðist í gærkvöldi í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumeistaramótinu. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53
Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30