Innlent

Þrjár líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. 
Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi.  Vísir/Vilhelm

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Austurbæ Reykjavíkur og að ökumaður annarrar bifreiðarinnar hefði ekið af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílinn var stöðvaður stuttu seinna og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann verður vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum og hægt er að taka af honum skýrslu.

Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um eld í bifreið í Kópavogi og tvö umferðaróhöpp, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Árbæ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×