Fótbolti

Átta leikmenn Venesúela greindust með veiruna degi fyrir Copa América

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Venesúela mætir Brasilíu í fyrsta leik liðsins á Copa America í kvöld.
Venesúela mætir Brasilíu í fyrsta leik liðsins á Copa America í kvöld. Aizar Raldes - Pool/Getty Images

Fyrsti leikur Venesúela á Copa América fer fram í kvöld þar sem þeir mæta gestgjöfunum Brasilíu. Í það minnsta átta leikmenn liðsin hafa nú greinst með kórónaveiruna ásamt fimm meðlimum úr starfsliðinu.

Það eru því í það minnsta 13 meðlimir liðsins sem hefa greinst jákvæðir fyrir kórónaveirunni, aðeins einum degi fyrir opnunarleik liðsins þar sem þeir mæta gestgjöfum mótsins í kvöld.

Heilbrigðisráðherra Brasilíu, Marcelo Queiroga, greindi frá því á blaðamannafundi að átta leikmenn og fjórir þjálfarar hefðu greinst með veiruna í gær, stuttu eftir komu þeirra til landsins.

„Þeim líður öllum vel. Þeir eru allir í einangrun á hótelinu sínu ásamt þeim sem þeir voru í sambandi við,“ sagði Queiroga.

Suður ameríska knattspyrnusambandið, CONMEBOL, gaf það svo út seinna að heildarfjöldi smitaðra innan liðsins væru 13.

Það er hinsvegar ólíklegt að þetta hópsmit muni hafa nokkur áhrif á leikjaniðurröðun mótsins. CONMEBOL hefur gefið liðum leyfi til að gera ótakmarkaðar breytingar á hópnum ef meðlimir greinast með veiruna.

Skipuleggjendur mótsins hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni fyrir það að ætla að halda ótrauðir áfram með mótið og margir styrktaraðilar hafa dregið sig úr keppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.