Líklega fundað fram á nótt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 18:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra situr væntanlega sinn síðasta þingfund á kjörtímabilinu í dag en gert er ráð fyrir að Alþingi ljúki störfum í kvöld eða nótt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. Þingheimur kom sér saman um þinglok í gær en Alþingi á að ljúka störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er búist við að hann geti jafnvel staðið fram eftir nóttu. „Þetta kjörtímabil hefur verið mjög óvenjulegt og síðari hluti þess hefur einkennst af heimsfaraldri, sóttvarnarráðstöfunum og efnahagsaðgerðum til að bregðast við heimsfaraldri. Þannig að þegar ég horfi til baka á kjörtímabilið finnst mér í rauninni ótrúlega mörg mál hafa náð fram að ganga samhliða því að standa í þessum stórræðum sem ég held, að ég tel, hafi tekist mjög vel til hvort sem er í sóttvarnaráðstöfnunum eða efnahagsaðgerðum. Hins vegar er það þannig eins og með hálendisþjóðgarð þegar um er að ræða mjög stórt mál sem bárust mjög margar umsagnir um, á annað hundrað umsagnir, þá liggur alveg fyrir að það þarf tíma og meltingu í þinginu og ég í sjálfu sér segi það að sjálfsögðu hefði ég viljað ljúka þessu máli en ég lít svo á að þetta mál sé ekki farið neitt. Við höldum bara áfram að vinna að því á næsta kjörtímabili,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá náði frumvarp Katrín um breytingar á stjórnarskrá heldur ekki fram að ganga. „Þrátt fyrir alla þessa vinnu þá liggur líka fyrir að það náðist ekki samstaða um nema mjög afmörkuð ákvæði. Það er að segja eingöngu ákvæði um íslenska tungu sem að hefði verið töluvert veigalítill árangur af öllu þessu starfi og auðvitað vekur það manni svona þá hugsun að núverandi breytingarákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þing klári stjórnarskrárákvæði í blálokin á kjörtímabili korter í kosningar það er ekki að hjálpa til.“ Þó að stór mál hafi ekki náð í gegn á þinginu segir Katrín vel koma til greina að flokkarnir þrír sem nú mynda ríkisstjórn haldi áfram samstarfi sínu eftir kosningar í haust fái þeir meirihluta á þingi. „Það kemur vel til greina. Við í Vinstri hreyfingunni –Grænu framboði nálgumst það verkefni einfaldlega út frá því að við setjum okkur ákveðin málefnaleg markmið og erum reiðubúin að vinna með þeim sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að þeim markmiðum þannig að við teljum að árangurinn sé góður fyrir samfélagið og Ísland.“ Alþingi Hálendisþjóðgarður Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þingheimur kom sér saman um þinglok í gær en Alþingi á að ljúka störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er búist við að hann geti jafnvel staðið fram eftir nóttu. „Þetta kjörtímabil hefur verið mjög óvenjulegt og síðari hluti þess hefur einkennst af heimsfaraldri, sóttvarnarráðstöfunum og efnahagsaðgerðum til að bregðast við heimsfaraldri. Þannig að þegar ég horfi til baka á kjörtímabilið finnst mér í rauninni ótrúlega mörg mál hafa náð fram að ganga samhliða því að standa í þessum stórræðum sem ég held, að ég tel, hafi tekist mjög vel til hvort sem er í sóttvarnaráðstöfnunum eða efnahagsaðgerðum. Hins vegar er það þannig eins og með hálendisþjóðgarð þegar um er að ræða mjög stórt mál sem bárust mjög margar umsagnir um, á annað hundrað umsagnir, þá liggur alveg fyrir að það þarf tíma og meltingu í þinginu og ég í sjálfu sér segi það að sjálfsögðu hefði ég viljað ljúka þessu máli en ég lít svo á að þetta mál sé ekki farið neitt. Við höldum bara áfram að vinna að því á næsta kjörtímabili,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá náði frumvarp Katrín um breytingar á stjórnarskrá heldur ekki fram að ganga. „Þrátt fyrir alla þessa vinnu þá liggur líka fyrir að það náðist ekki samstaða um nema mjög afmörkuð ákvæði. Það er að segja eingöngu ákvæði um íslenska tungu sem að hefði verið töluvert veigalítill árangur af öllu þessu starfi og auðvitað vekur það manni svona þá hugsun að núverandi breytingarákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þing klári stjórnarskrárákvæði í blálokin á kjörtímabili korter í kosningar það er ekki að hjálpa til.“ Þó að stór mál hafi ekki náð í gegn á þinginu segir Katrín vel koma til greina að flokkarnir þrír sem nú mynda ríkisstjórn haldi áfram samstarfi sínu eftir kosningar í haust fái þeir meirihluta á þingi. „Það kemur vel til greina. Við í Vinstri hreyfingunni –Grænu framboði nálgumst það verkefni einfaldlega út frá því að við setjum okkur ákveðin málefnaleg markmið og erum reiðubúin að vinna með þeim sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að þeim markmiðum þannig að við teljum að árangurinn sé góður fyrir samfélagið og Ísland.“
Alþingi Hálendisþjóðgarður Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24
Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18