Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Átakanlegt atvik átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag þegar Christian Eriksen hné niður í miðjum leik. Við segjum frá þessu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Þá ræðum við við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem hugnast áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna ef þeir ná þingmeirihluta eftir kosningar þó tvö stór mál ráðherrans og Vinstri grænna hafi ekki náð fram að ganga.

Við segjum einnig frá því að von er á um 40.000 skömmtum af bóluefni við kórónuveirunni til landsins í næstu viku. Reyna á að koma í veg fyrir að langar raðir myndist við Laugardalshöllina.

Við kíkjum einnig á nytjamarkað sem slegið hefur í gegn hjá Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum, sem er atvinnuúrræði fyrir ungt fólk á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×