Þá ræðum við við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem hugnast áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna ef þeir ná þingmeirihluta eftir kosningar þó tvö stór mál ráðherrans og Vinstri grænna hafi ekki náð fram að ganga.
Við segjum einnig frá því að von er á um 40.000 skömmtum af bóluefni við kórónuveirunni til landsins í næstu viku. Reyna á að koma í veg fyrir að langar raðir myndist við Laugardalshöllina.
Við kíkjum einnig á nytjamarkað sem slegið hefur í gegn hjá Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum, sem er atvinnuúrræði fyrir ungt fólk á svæðinu.