Enski boltinn

Nuno Espirito Santo líklegasti eftirmaður Ancelotti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nuno Espirito Santo stýrði Wolves í fjögur ár.
Nuno Espirito Santo stýrði Wolves í fjögur ár. getty/Jack Thomas

Nuno Espirito Santo þykir nú ansi líklegur til að taka við stjórnartaumunum í herbúðum Everton. Nuno stýrði Wolves í fjögur ár frá árinu 2017, en lét af störfum eftir nýliðið tímabil.

Nuno var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham eftir brotthvarf sitt frá Wolves, og nú fyrr í þessum mánuði var hann nálægt því að taka við Crystal Palace áður en samningaviðræður sigldu í strand.

Everton vonast til að ráða eftirmann Carlo Ancelotti sem fyrst. Samkvæmt heimldum Sky Sports eru aðeins nokkur atriði sem þarf að samþykkja áður en Nuno tekur við Everton, þar á meðal lengd samningsins.

Everton vonast eftir því að geta staðfest komu Portúgalans í næstu viku.

David Moyes var einnig talinn líklegur til að snúa aftur á Goodison Park, en hann skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×