Unglingsstúlkan sem tók upp morðið á Floyd fær Pulitzer-verðlaun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 07:38 Darnella Frazier, sem er hér með símann á lofti, hefur fengið sérstök Pulitzer-verðlaun fyrir myndbandsupptökuna af dauða George Floyd. Vísir Unglingsstúlkan sem tók morðið á George Floyd upp á myndband hefur hlotið sérstök blaðamannaverðlaun frá stjórn hinna virtu Pulitzer verðlauna. Darnella Frazier, sem nú er átján ára gömul, hlaut verðlaunin vegna hugrekkisins sem hún sýndi að sögn Pulitzer-nefndarinnar. Eins og er kannski orðið víðþekkt þá varð það myndbandið sem Frazier tók upp sem vakti helst athyglina á dauða Floyd, en hann var myrtur af hvítum lögreglumanni fyrir rúmu ári síðan í Minneapolis í Bandaríkjunum. Á myndbandinu má heyra Floyd biðja fyrir lífi sínu og kalla á lögreglumennina að hann geti ekki andað. Þá sést lögreglan krjúpa á hálsi Floyds þar til hann hættir að hreyfa sig. Myndbandsupptakan fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakti mikla reiði. Í kjölfarið fór af stað mótmælaalda, vegna kynþáttabundins misréttis og ofbeldis, um allan heim. Þá var myndbandsupptakan helsta sönnunargagnið í dómsmálinu sem varð til þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem kraup lengst á hálsi Floyds, var sakfelldur fyrir morð. Dauði George Floyd leiddi til mótmælaöldu um allan heim vegna lögregluofbeldis og kynþáttabundnu misrétti.Getty/Scott Olson Pulitzer-verðlaunin eru virtustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar ákvað hún að veita Frazier þessi sérstöku verðlaun vegna „hugrekkisins sem það tók til að mynda morðið á George Floyd, myndband sem varð kveikjan að mótmælum gegn ofbeldi af hendi lögreglu um allan heim.“ Þá hafi hún einmitt sýnt hvað „almennir borgarar spila mikilvæg hlutverk í leit blaðamanna að sannleika og réttlæti.“ Frazier varð vitni að morðinu á Floyd þegar hún var á göngu með frændsystkini sínu i Minneapolis þann 25. maí í fyrra. Hún bar vitni fyrir dómi fyrr á þessu ári og sagðist hún hafa hafið upptökuna á símanum sínum vegna þess að: „Ég sá mann sem var dauðhræddur og bað fyrir lífi sínu.“ „Ég heyrði hann segja „ég get ekki andað.“ Hann var dauðhræddur, hann kallaði á móður sína.“ Í dómsmálinu gegn Chauvin greindi hún frá því að atvikið hafi breytt lífi hennar. „Þegar ég horfi á George Floyd horfi ég á pabba minn, ég horfi á bróður minn, frændur mína – vegna þess að þeir eru allir svartir,“ sagði hún og grét. „Og ég hugsa um það hvernig þetta hefði getað verið einn þeirra.“ Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Eins og er kannski orðið víðþekkt þá varð það myndbandið sem Frazier tók upp sem vakti helst athyglina á dauða Floyd, en hann var myrtur af hvítum lögreglumanni fyrir rúmu ári síðan í Minneapolis í Bandaríkjunum. Á myndbandinu má heyra Floyd biðja fyrir lífi sínu og kalla á lögreglumennina að hann geti ekki andað. Þá sést lögreglan krjúpa á hálsi Floyds þar til hann hættir að hreyfa sig. Myndbandsupptakan fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakti mikla reiði. Í kjölfarið fór af stað mótmælaalda, vegna kynþáttabundins misréttis og ofbeldis, um allan heim. Þá var myndbandsupptakan helsta sönnunargagnið í dómsmálinu sem varð til þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem kraup lengst á hálsi Floyds, var sakfelldur fyrir morð. Dauði George Floyd leiddi til mótmælaöldu um allan heim vegna lögregluofbeldis og kynþáttabundnu misrétti.Getty/Scott Olson Pulitzer-verðlaunin eru virtustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar ákvað hún að veita Frazier þessi sérstöku verðlaun vegna „hugrekkisins sem það tók til að mynda morðið á George Floyd, myndband sem varð kveikjan að mótmælum gegn ofbeldi af hendi lögreglu um allan heim.“ Þá hafi hún einmitt sýnt hvað „almennir borgarar spila mikilvæg hlutverk í leit blaðamanna að sannleika og réttlæti.“ Frazier varð vitni að morðinu á Floyd þegar hún var á göngu með frændsystkini sínu i Minneapolis þann 25. maí í fyrra. Hún bar vitni fyrir dómi fyrr á þessu ári og sagðist hún hafa hafið upptökuna á símanum sínum vegna þess að: „Ég sá mann sem var dauðhræddur og bað fyrir lífi sínu.“ „Ég heyrði hann segja „ég get ekki andað.“ Hann var dauðhræddur, hann kallaði á móður sína.“ Í dómsmálinu gegn Chauvin greindi hún frá því að atvikið hafi breytt lífi hennar. „Þegar ég horfi á George Floyd horfi ég á pabba minn, ég horfi á bróður minn, frændur mína – vegna þess að þeir eru allir svartir,“ sagði hún og grét. „Og ég hugsa um það hvernig þetta hefði getað verið einn þeirra.“
Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35 Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28 Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Krefst þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Chauvin Saksóknari í Bandaríkjunum hefur krafist þess að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn fyrrverandi sem sakfelldur var fyrir að hafa orðið hinum 46 ára George Floyd að bana í Minneapolis í maí á síðasta ári, verði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. 3. júní 2021 07:35
Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. 7. maí 2021 15:28
Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. 21. apríl 2021 23:30