„Stærsta kerfisbreyting í málaflokki barna undanfarna áratugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:05 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir frumvörp í barnamálum. Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi frumvörp feli í sér mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann. Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann.
Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45
Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11