Innlent

Svíar lána Íslendingum 24 þúsund skammta af Janssen

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Bóluefni Janssen.
Bóluefni Janssen. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

Ríkisstjórn Svíðþjóðar lánar Íslendingum 24 þúsund skammta af bóluefninu Janssen.

RÚV greindi fyrst frá. Þetta kom fram á fundi stjórnvalda þar í landi um kórónuveiruna. Þá mun sænska ríkisstjórnin einnig lána Kýpverjum 31.200 skammta af bóluefninu. Skammtarnir eru að mestu leyti komnir til landsins og er búið að nota tíu þúsnd af þeim. Í gær myndaðist rúmlega kílómetra löng röð við Laugardalshöll þar sem bólusett var með efni Janssen.

Sjá einnig: Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar fá bóluefni að láni en Norðmenn lánuðu okkur 16.000 skammta af AstraZeneca um miðjan aprílmánuð.

Í gær bárust svo fregnir af því að Ísland þurfi að skila Noregi skömmtunum fyrir mánaðarlok nema samið verði um annað.

Fréttin hefur verið uppfærð. Fram kom að mbl.is hafi fyrst greint frá málinu en rétt er að það var RÚV.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×