Innlent

Þurfum að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af AstraZene­ca fyrir mánaðar­lok

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sex þúsund voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í gær. 
Sex þúsund voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í gær.  Vísir/Vilhelm

Ísland þarf að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir mánaðarlok nema samið verði um annað. Tíu þúsund voru bólusettir með efninu í Laugardalshöll í gær. 

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytis við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Norðmenn gerðu hlé á bólusetningu með AstraZeneca bóluefninu í mars og lánuðu því Svíum og Íslendingum bóluefnaskammta. Bóluefnaskortur á efni AstraZeneca hefur valdið heilbrigðisyfirvöldum hér á landi nokkrum vandræðum en nú er áhersla lögð á að klára að bólusetja þá með efninu sem þegar hafa fengið fyrri skammt.

Tæplega sjö þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca eiga að koma hingað til lands í þessum mánuði. Framhald afhendingaráætlunar fyrirtækisins er þó óljós og engar upplýsingar liggja fyrir um framhald hennar.

Til stóð í maímánuði að fullbólusetja 51 þúsund Íslendinga með bóluefni AstraZeneca en þeim hefur fækkað nokkuð. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að þeim, sem ekki fái seinni sprautuna af AstraZeneca, verði boðið annað bóluefni í seinni sprautu og þá líklegast Pfizer.


Tengdar fréttir

Kölluðu eftir fleira fólki í bólu­setningu undir lok dags

Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis.

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×