Ítalir hafa ekki tapað landsleik í 33 mánuði og byrja EM á heimavelli í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 15:34 Leonardo Bonucci fagnar Lorenzo Insigne eftir að sá síðarnefndi hafði skorað á móti Tékkum. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Það verður svakaleg sigurganga undir í kvöld þegar opnunarleikur Evrópumótsins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Rómarborg. Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira