„Við erum komin með gott hjarðónæmi“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 08:41 Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir/Vilhelm „Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira