„Við erum komin með gott hjarðónæmi“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 08:41 Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir/Vilhelm „Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira