Lífið

Segir Rúrik hafa haldið fram­hjá sér

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Nat­hali­a sakar Rúrik um að hafa haldið fram hjá sér með þýsku leik­konunni Valentinu Pahde (til hægri) en hún var þátt­takandi í þýsku út­gáfu þáttanna Allir geta dansað með Rúrik.
Nat­hali­a sakar Rúrik um að hafa haldið fram hjá sér með þýsku leik­konunni Valentinu Pahde (til hægri) en hún var þátt­takandi í þýsku út­gáfu þáttanna Allir geta dansað með Rúrik. getty/Tristar media

Fyrir­sætan Nat­hali­a Soli­ani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum lands­liðs­mann í knatt­spyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Þýska götu­blaðið Tag24 fjallar um málið og veltir því fyrir sér hvort Nat­hali­a og Rúrik séu hætt saman.

Saman í Allir geta dansað

Nat­hali­a birti í dag skjá­skot af skila­boðum sem hún hafði fengið send á Insta­gram (sjá neðst í fréttinni) þar sem fólk hafði bent henni á að Rúrik væri á grísku eyjunni My­konos með þýsku leik­konunni Velentinu Pahde, sem tók þátt í þýsku út­gáfu Allir geta dansað, sem Rúrik vann.

„Takk fyrir öll skila­boðin og myndirnar. Það kemur mér ekki á ó­vart að hann hafi haldið fram hjá mér með henni. Ég hef spurt hann svo oft en Rúrik hefur alltaf neitað fyrir það. Gangi þeim allt í haginn…“ skrifaði Nat­hali­a við skjá­skotið sem hún birti í Insta­gram-sögu sinni (e. Insta­gram story).

Hún hefur nú eytt sögunni en sem fyrr segir er hún ekki að fylgja Rúrik lengur á miðlinum. Hann fylgir henni þó enn.

Sam­kvæmt miðlinum Tag24 er vitað að Pahde sé í fríi á My­konos en það má sjá af nýlegum færslum hennar af Instagram.

Það er erfitt að dæma um það hverjir eru á myndunum sem Nat­hali­a fékk sendar og setti í Insta­gram-sögu sína en fólkið gæti vel verið Rúrik og Pahde.

Rúrik og Nat­hali­a byrjuðu saman í lok árs 2018. Hvort sam­band þeirra sé nú á enda komið er ekki alveg ljóst en það verður að teljast undar­legt að Nat­hali­a sé hætt að fylgja kærastanum á Insta­gram.

Nathalia birti þetta skjáskot í sögu á Instagram en eyddi því síðan út:

Skjáskot af Instagram sögu Nathaliu sem hún hefur nú eytt.instagram/Nathalia Soliani

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.