Lífið

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman í Las Vegas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eitt fallegasta par heims nýtur lífsins í Las Vegas.
Eitt fallegasta par heims nýtur lífsins í Las Vegas.
Knattspyrnumaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason og fyrirsætan Nathalia Soliani njóta lífsins í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Eins og fram kemur á Instagram-reikningi Rúriks eru þau stödd í Las Vegas og voru þar áður í Los Angeles.

Rúrik birtir síðan mynd í morgun þar sem fram kemur að hann sé staddur á þjóðvegi 66 í Bandaríkjunum og því er spurning hvort þau séu á leiðinni í heljarinnar ferðalag.

Rúrik og Nathalia hafa verið í ástarsambandi í nokkra mánuði og njóta þau greinilega samveru hvors annars.

 

 
 
 
View this post on Instagram
Take me home, country roads!

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on May 26, 2019 at 10:06pm PDT

 
 
 
View this post on Instagram
VEGAS BABY

A post shared by NATHALIA SOLIANI (@nathaliasoliani_) on May 26, 2019 at 11:24am PDT

Parið skellti sér einnig á tónleika með Celine Dion í Las Vegas og var Soliani greinilega mjög sátt með þá ef marka má sögu hennar á Instagram.

Celine Dion hefur verið að koma fram í Las Vegas í nokkur ár og þykir ein allra vinsælasta og besta söngkona sögunnar.Instagram-reikningur Nathalia SolianiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.