Lífið

Rúrik og Nathalia njóta lífsins í þrjátíu stiga hita í Brasilíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yndisleg  jól framundan hjá Rúriki og Nathalia. 
Yndisleg  jól framundan hjá Rúriki og Nathalia. 

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason er í draumafríinu með kærustunni Nathalia Soliani en þau eru stödd við strönd rétt hjá borginni Salvador í Brasilíu.

Bæði greina þau frá þessu í sögu sinni á Instagram og fóru meðal annars í 25 kílómetra hjólatúr í 32 stiga hita í gær.

Það verða greinilega heit jól hjá parinu í Brasilíu þaðan sem Nathalia er frá.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.